Friday, May 16, 2008

Áfram bolti


Þar sem ég sit hér í myrkri og hita með öl í annari & vindlíng í kjafti og hugsa til heimahagns þar sem skafrenningur og slidda ræður ríkjum. Í ágætu samsæti hjá Tomasi Beck´s kom það til álita að festa bolta 1-2 í viku í sumar á grasi einhverstaðar á höfuðborgarsv. Þessu er ég hlyntur og legg til að við gerum svo. Hvar og hvenær er svo annað mál. látið í ykkur heyra um stað & stund svo áframhaldandi boltaspark geti átt sér stað. Sjálfur er ég góður á föstd. kl 17-18.
Á meðfylgjandi mynd er ég að kenna ungum syni að drekka bjór þar sem bjórdælur eru á ölum borðum.
ono grande servesa porfavor
kv frá Le´Albir Benedorm spáni

5 Comments:

At May 16, 2008 at 6:22 PM , Blogger Unknown said...

Glæsilegir feðgar ;)

Til í meiri bolta á grasi í summmar.

 
At May 19, 2008 at 1:52 AM , Blogger Pétur said...

Þú hefur alltaf verið góð fyrirmynd Raggi. Góða skemmun en ég er auðvitað til í bolta. Við þurfum eitthvað að stækka hópinn, hóa í Frosta, Eika, Kára Chill og fleiri kappa.

 
At May 19, 2008 at 3:48 AM , Blogger Stjáni said...

Já ég tek undir með Pétri, Ragnar er svo sannarlega fyrirmyndarfaðir.

Ég er líka til í bolta á grasi í sumar. Það er alltaf klassískt að taka leik á Arnarnesinu, svo var Pétur að tala um einhvern völl á Álftanesinu. Svo fyrir spennufíklanna þá er alltaf möguleiki að taka bara leik á sléttu grasi í Kópavogsdalnum, ég er með lyklavöld að læstu mörkunum.

En þessi tími klukkan 18:00 á föstudögum er alveg ómögulegur og hentar mér allaveganna frekar illa. Eins hef ég heyrt fjölskyldumennina í hópnum kvarta undan þessari tímasetningu. Bara að menn hafi það á bakvið eyrað.

 
At May 19, 2008 at 4:28 PM , Blogger Auðunn said...

Raggi Raggi . . . Ekki reikna með mér í bolta í sumar, kíkji kannski einu sinni eða svo. Forgangsröðin í sumar ; Fjölskyldan , vinnan, fallhlífastökk og GOLF !! , kem sterkur inn í innanhúsboltann í haust.

P.s. Golfararnir í hópnum mega endilega vera í bandi þegar þeir fara og taka mig með !?!

 
At May 26, 2008 at 6:55 AM , Blogger Sírann said...

Ég bíð ólmur eins og unglamb sem er að losan úr hlekkjum vetrar og snævðum völlum. Ég vil útibolta á grasi í þessari viku.
Tek undir með Stjána að 18:00 er ekki gott.
Annað málefni: Er ekki komin tími á að skipa í nefndir og ráð varðandi steggjun fyrir Jeppann. Ég flyt fregnir af Sha frá NY, hann er við góða líðan og vill steggja síðustu helgina í júní. Ég er tilbúinn að vera með í ráðum....koma svo!!

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home