Wednesday, April 9, 2008

Föstudagurinn 11. apríl!

Við vorum átta síðasta föstudag, það var ágætt, Frosti og Árni Jón leystu aðra af hólmi. Ég veit að Tommi kemur ekki næst svo nú verða allir að mæta, Raggi, Úlfur, Kiddi og fleiri sem hafa mætt heldur stopult þurfa að sýna sig. Ég held að síðast tíminn verði 25. apríl eða 2. maí. Allir að skrá sig!!!
Annars sá ég alveg ágætis grasvöll á Álftanesi upp á sumarið, ekki við afleggjarann þar sem við spiluðum forðum, heldur fínan völl sem er inní bænum.

8 Comments:

At April 9, 2008 at 1:47 PM , Blogger Stjáni said...

Já tek undir með Pétri, nú verða menn að láta sjá sig. Það var þrælskemmtilegur bolti síðast. Hann var reyndar ekki jafn skemmtilegur og leikurinn á milli Liverpool og Arsenal á þriðjudagskvöldið.

Ég er að spá í leggja vestunum og mæta með 5 rauða Liverpool búninga á föstudaginn, við sjáum til.

 
At April 9, 2008 at 1:59 PM , Blogger Auðunn said...

Óska öllum poolurum innilega til hamingju ! Loksins hægt að troða uppí þessa Arsenal menn sem bulluðu út í eitt í janúar að núna yrði þrennan tekin og enda með að fá ekki neitt og meira að segja LANGT í frá !!!!! En ég mæti á föstudag ! p.s. Ég græddi svörtu liverpool treyjuna merkta Torres á Liv - Ars !!!! 9000 kall !!!!!!!!!!!!!!!!

 
At April 10, 2008 at 11:03 AM , Blogger Úlfur said...

Ég mæti sprækur,
spurning um poolara á móti rest.

 
At April 11, 2008 at 1:40 AM , Blogger Pétur said...

Mér sýnist staðan vera þessi:
Stjáni
Auðunn
Pétur
Toggi
Úlfur

Ég hringi svo í restina í dag, ef þið vitið af einhverjum sem kemur EKKI, látið mig vita!

 
At April 11, 2008 at 3:02 AM , Blogger Pétur said...

og Andri

 
At April 11, 2008 at 3:07 AM , Blogger Kjarnorka said...

Kjartan mætir

 
At April 11, 2008 at 4:37 AM , Blogger Stjáni said...

Ég gæti verið tæpur í dag, en geri að sjálfsögðu mitt besta til koma á eftir.

 
At April 11, 2008 at 6:51 AM , Blogger Stjáni said...

Ég hef ákveðið að aflýsa því að aflýsa mætingu og mun í staðinn mæta með Síra K.L.Hallgrímsson.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home