Monday, March 17, 2008

Miðvikudagspartý hjá Tómasi Beck´s

Sælir drengir og takk fyrir alveg ágætan bolta síðasta föstudag. Næstkomandi miðvikudag ætlum við að hittast og borða og drekka saman, þó aðallega drekka. Mér skilst á fólki að Tommi ætli að hýsa okkur og að dagskráin verði eitthvað á þessa leið:
18.30: Fordrykkur í boði Tómasar
19.00: Pantaður matur, hugmyndir óskast.
20.30-? Partý hjá Tomma og bæjarferð.
Upp hafa komið hugmyndir að reyna að gera eitthvað, s.s. fara í keilu eða annað kúluspil, ef það er áhugi fyrir því, látið vita og við reynum að setja það í dagskránna áður en við förum til Tomma.
Ef menn eru með einhverjar þemahugmyndir, verður að ræða þær sem fyrst. Örlygur stakk upp á frönsku þema, ostrur, múslingar, Bordeux vín og óeirðir að hætti franskra. Ég efast um að við getum klætt okkur eitthvað upp í þessu þema sem er kannski ágætt... Þó gæti tónlistaþema kvöldsins verið Pálmi Gunnarsson þar sem Pálmasunnudagur var í gær. Eins gætum við hlustað á tónlist frá snemmtíunda áratug síðustu aldar en þetta er allt opið.
Hvernig er stemmningin?

9 Comments:

At March 17, 2008 at 5:01 AM , Blogger Tómas Beck said...

Hljómar vel. Ég verð samt ekki kominn heim fyrr en um kl.17. Legg til að það verði ekki Indverskur matur ;-) Chickentikkamasala naan bread popadoms Thiruvananthapuram out
...

 
At March 17, 2008 at 6:07 AM , Blogger Stjáni said...

Sælir.

Já þetta lítur svei mér vel út, ég er búinn að hringja í flesta og mætingin er góð. Ég tek undir með Tómasi að sleppa Indverska matnum. Upp hefur komið sú hugmynd að panta mat frá Nings, þá fylgja með diskar og hnúfapör/prjónar þannig að uppvaskið verður ekkert á Karlagötunni. Menn virðast vera mjög sáttir við þetta val á mat.

Varðandi þema kvöldsins þá get ég ekki verið sáttari við tónlistarhugmyndina. Pálmi Gunnars getur ekki klikkað, spurning hvort að Örlygur fái ekki Pálma til að mæta með gítarinn?

Annars sjáumst við hressir á miðvikudaginn!

 
At March 17, 2008 at 7:12 AM , Blogger Pétur said...

Já, ég gleymdi að minnast á að það verður ekki fótbolti næsta föstudag. Þá iðkum við kristna trú, förum í messu og syrgjum krossfestingu hægri handar Guðs almáttugs.

 
At March 17, 2008 at 7:15 AM , Blogger lygi said...

Varðandi franskt þema má hafa samband við Sösa. Hann á slummu af frönskum þverröndóttum sailor treyjum sem hann vill eflaust deila út. Fyrir stærri mennina má prófa Aron (Burkna - ekki Aron Pálma) eða gamla Sverri. Svo er það bara trefill, alpari, mjó motta, sperra upp hrokann og þvo ekki á sér tærnar.

Erfiðara að redda Pálma (Gunnars - ekki Aroni Pálma.) Hann er oftast að hugsa á kvöldin.

 
At March 17, 2008 at 7:35 AM , Blogger Pétur said...

Hann heitir víst Aron Reyr (ekki Burkni). Hins vegar er það Ívan Burkni.
Ég er alveg opinn fyrir frönsku þema en ekki vil ég vera einn í frakkanum

 
At March 17, 2008 at 8:01 AM , Blogger Sírann said...

eg held að þetta hljómi bara mjög flott. franskt þema gæti verið skemmtilegt. sjálfur hefði ég kosið Norkst þema eða þýskt í tilefni af fjölþjóða bakgrunni húsráðandans að karlagötu, menn gætu mætt í lopapeysu eða góðum cintamani skíðajakka með vel festan bakpoka á bakinu eða tekið Hitlers æskuna á þetta.

Ég er mjög glaður með Pálma Gunnars, fátt annað sem kemur til greina...

 
At March 17, 2008 at 8:18 AM , Blogger lygi said...

Ég vil biðja alla velvirðingar á nafnarugli bræðranna. Aron Burkni er samt nokkuð smekklegt nafn. Minnir svolítið á Aron Pálma.

 
At March 17, 2008 at 2:10 PM , Blogger Ragnar said...

Þetta hljómar allt ásgætlega og er ég sammála síranum um að heiðra ábúandann á götukarla með norsku þema, en það franska er allgott líka. sérstaklega vegna þess að frakkar þykja leiðinlegir líkt og frændur okkar norðmenn. Ég vona hins vegar að flugmaðurinn afsanni norsk leiðinndi með gamanmálum og hressleika sínum í miðri viku. Gaman væri að fordrikkurinn væri samblanda af franskri og norskri vínmenningu. Ég hafði gaman af myndasýningu Tómasar seinast þegar glatt var á kallagötunni, gaman væri ef Tómas sýndi bara myndir af ferðalögum sínum til Noregs og Frakklands og skreita allt með þjóðfánum landanna

 
At March 20, 2008 at 2:46 AM , Blogger Tómas Beck said...

Sælir piltar, vonandi hafið yður skemmt ykkur vel og fallega. Ég sá að ekkert hafði breyst á Hvebbanum þannig þá hljótum við ekkert hafa breyst. Óskila munir hafa enni komið í ljós en sakni menn einhvers hafið þá samban við Örlyg hann man hvar þið létuð viðkomandi frá ykkur.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home