Tuesday, March 4, 2008

19.mars!

Upp hefur komið sú hugmynd að lyfta sér upp einhverntímann á næstunni. Ákveðið hefur verið að 19.mars verði sá dagur sem gleðin fer fram! Ég er að sjálfsögðu búinn að skipuleggja þennan
viðburð en vil þó af gefnu tilefni benda á það að þetta er ekki endanleg dagskrá.

17:00 - Fordrykkur á A-Hansen.

18:00 - Rúta sækir hópinn á A-Hansen

19:00 - Humarveisla á við fjöruborðið(Geir Ólafs skemmtir yfir matnum)

20:00 - Drykkjuleikur í boði brugghússins á Stokkseyri.

21:00 - Rúta í bæinn - Komum þó við á Gullöldinni í Grafarvogi og fáum okkur skot og bjór.

22:30 - Stefnan sett á 101 Reykjavík.

23:00 - 24:00 - Pöbbarölt um miðbæ Reykjavíkur.

24:00 - Endum á Oliver hjá Badda rugl, ég er búinn að redda VIP herberginu á efri hæðinni og við fáum skot og bjór á 400.kr. Svo heyrði ég hljóðið í Geira Gold og það er aldrei að vita nema að ein eða tvær vinkonur hans komi við í VIP herberginu. Svo tjúttum við bara fram undir morgun.

Endilega staðfestið mætingu með kommenti, þetta kostar um 15.000.kr á mann!

Með kveðju.

Ópið

15 Comments:

At March 4, 2008 at 2:59 PM , Blogger Lygi said...

Getum við ekki bara farið í keilu, fengið okkur börger, fimm í fötu og eplasnaps. Spjallað við unglinga og klárað kvöldið með því að spræna yfir Vodafone völlinn of utan í samnefnda höll. Síðan gæti nótin byrjað.

 
At March 4, 2008 at 3:38 PM , Blogger Ragnar said...

Flott plan, en getum við ekki fært þetta aftur um 2 daga Mánudagin 17.MARZ

 
At March 5, 2008 at 3:44 AM , Blogger Pétur said...

Eigum við ekki bara að fara til útlanda? Tommi reddar einkaþotu og við förum umhverfis jörðina á 800 dögum?
Annars líst mér vel á keilu og piss, það mætti jafnvel spræna líka á Frostaskjól, Safamýri og fleiri Reykjavíkurlið...

 
At March 5, 2008 at 7:40 AM , Blogger Sírann said...

hvað með handbolta upp í Kársnesi, sund, katalína og kúka á HK-merkið i fagralundu. síðan getur kvöldið hafist...á raggi cantona afmæli 17.mars

 
At March 5, 2008 at 10:02 AM , Blogger Ragnar said...

Já ég á Afmæli 12 Marz. Í tilefni á því getum við farið td. til Dubai eða einhvern framandi stað. Fock 19Marz. þá getum við verið búnir að safna pissi á flöskur og látið þær detta á hinar og þessar borgir sem okkur líkar ekki við td. Nakarno karabc.

 
At March 6, 2008 at 8:54 AM , Blogger Stjáni said...

Já þið segið nokkuð drengir, ég er bæði hlynntur einkaþotunni, hanboltanum, kúka á hk-merkið,keilu og að pissa á Hlíðarenda.

En annars er ég orðinn spenntur fyrir boltanum á morgun. Ætla menn ekki að mæta?

 
At March 6, 2008 at 1:44 PM , Blogger Ragnar said...

Raggi kemur

 
At March 6, 2008 at 2:23 PM , Blogger Úlfur said...

Úlfur kemur ekki að þessu sinni.

 
At March 7, 2008 at 2:17 AM , Blogger Pétur said...

Mæta:
Pétur
Raggi
Stjáni
Tommi
Kiddi

Mæta líklega en eiga eftir að melda sig:
Lygi
Auðunn
Hemmi
Kjartan
Toggi

Líklega verðum við nógu margir, bíðum bara spenntir eftir fleiri meldingum!

 
At March 7, 2008 at 2:50 AM , Blogger Kjarnorka said...

Kjartan mætir

 
At March 7, 2008 at 5:14 AM , Blogger Pétur said...

Toggi og Auðunn mæta, og þá erum við orðnir átta! Þ.e.a.s. ef Lygi mætir

 
At March 7, 2008 at 7:02 AM , Blogger Stjáni said...

Þetta lítur vel út, það er bara að vona að Lygi mæti! Ég hef enga trú á öðru en að Axelsson láti sjá sig, enda fór hann mikinn í síðasta bolta.

 
At March 8, 2008 at 1:08 PM , Blogger Vignir Rafn said...

Sælir kæru vinir!
Mér þykir afskaplega leiðinlegt að hafa ekki getað tekið þátt í þessu boltasparki með ykkur en atvinna mín býður upppá mjög svo ókristilegan vinnutíma. Vonandi munu næstkomandi verkefni mín bara floppa og þá hægist um.
Hvað varðar hitting er ég mjög heitur. Sama hvort að það sé keila, einkaþota eða Stokkseyri. (svo lengi sem að pissað verði á Fagralund)
Vignir Rafn

 
At March 8, 2008 at 1:10 PM , Blogger Vignir Rafn said...

Sælir kæru vinir!
Mér þykir afskaplega leiðinlegt að hafa ekki getað tekið þátt í þessu boltasparki með ykkur en atvinna mín býður upppá mjög svo ókristilegan vinnutíma. Vonandi munu næstkomandi verkefni mín bara floppa og þá hægist um.
Hvað varðar hitting er ég mjög heitur. Sama hvort að það sé keila, einkaþota eða Stokkseyri. (svo lengi sem að pissað verði á Fagralund)
Vignir Rafn

 
At March 10, 2008 at 11:26 AM , Blogger Auðunn said...

Sælir sælir . . . Allt að gerast á blogginu. . Ég er tii í ALLT !!!! En því miður er ég búinn að lofa þremur fögrum meyjum að fara vestur á firði í tilefni páskanna , við förum mánudaginn 17.mars !!! Ef möguleiki er á að gera ehv um helgina endilega látið mig vita annars segi ég bara góða skemmtun. Mæti samt að sjálfsögðu í boltann næsta föstudag, þann 14.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home