Monday, April 28, 2008

Uppskeruhátíð.

Sælir félagar.

Stjórnin hefur ákveðið að senda frá sér tillögu þess efnis að uppskeruhátíð Urban Assault
verði haldin sunnudaginn 11.maí. Daginn eftir er annar í hvítasunnu og almennur frídagur hjá flestum. Það væri frábært ef að þú gætir svarað þessum pósti og með því staðfest mætingu eða ekki. Við verðum að sjá hversu margir komast og hvort að við þurfum þá að finna nýja dagsetningu. Endilega láttu okkur vita.

Með kveðju.

Tuesday, April 22, 2008

Ég veit ekki enn hvenær þetta djamm verður, Stjáni stakk af til Liverpool og kemur aftur á morgun. Það vantar samt mannskap í boltann á föstudaginn. Ég væri reyndar vel til í bjór eftir boltann á föstudaginn. Þarf ekki endilega að heita uppskeruhátíð, hún má alveg vera í maí mín vegna. E
En látið vita í kommentakerfinu hvort þið séuð til í bolta og bjór á föstudag!

Monday, April 14, 2008

Ýmis mál

Þrjú mál í þessum pósti:
1 Rætt hefur verið um að hafa þemabolta í síðasta tímanum. Ég auglýsi hér með eftir góðu þema
2 Ýmsir hafa talað við mig um uppskeruhátíð þar sem við komum saman og veitum verðlaun fyrir bestu ástundun, mestar framfarir (jafnvel mestu afturför) og veljum besta leikmanninn o.fl. o.fl. Ég lýsi eftir dagsetningu til að halda hátíðina, helst í maímánuði. Stað fyrir partíið og viðburðarstjóra/stjórn.
3 Að lokum: Hverjir ætla að mæta í næstsíðasta tímann á föstudaginn????!!!!!

Wednesday, April 9, 2008

Föstudagurinn 11. apríl!

Við vorum átta síðasta föstudag, það var ágætt, Frosti og Árni Jón leystu aðra af hólmi. Ég veit að Tommi kemur ekki næst svo nú verða allir að mæta, Raggi, Úlfur, Kiddi og fleiri sem hafa mætt heldur stopult þurfa að sýna sig. Ég held að síðast tíminn verði 25. apríl eða 2. maí. Allir að skrá sig!!!
Annars sá ég alveg ágætis grasvöll á Álftanesi upp á sumarið, ekki við afleggjarann þar sem við spiluðum forðum, heldur fínan völl sem er inní bænum.

Wednesday, April 2, 2008

Farvel Hermann og boltinn 4. apríl

Nú styttist í föstudag enn einu sinni. Hermann er farinn til frjálsa heimsins en hann mætti nokkuð stabílt í boltann. Við þurfum þess vegna að mæta enn betur, það væri gott ef allir myndu reyna að láta vita sem fyrst með einu skemmtilegu kommenti.