Thursday, May 29, 2008

Fótbolti fastur tími?

Þakka öllum fyrir góðan bolta í gær. Betra liðið vann því miður. Ég vildi ítreka póstinn hans Ragga um daginn. Er ekki hægt að finna fastann tíma í fótboltann? Föstudagar virðast hálfómögulegir svo ég sting upp á laugardögum kl. 18 eða jafnvel 19. Hvernig hljómar það?
P

Tuesday, May 27, 2008

Fótbolti

Ég mæli með knattspyrnuiðkun á hælistúni á morgun 28/5 kl:20:00 í miðnætur sól og samba.
áhugasamir vinsamlegast staðfestið komu með commenti.

Sírann mætir sem og bróðir hans Sr.Björn.

Friday, May 16, 2008

Áfram bolti


Þar sem ég sit hér í myrkri og hita með öl í annari & vindlíng í kjafti og hugsa til heimahagns þar sem skafrenningur og slidda ræður ríkjum. Í ágætu samsæti hjá Tomasi Beck´s kom það til álita að festa bolta 1-2 í viku í sumar á grasi einhverstaðar á höfuðborgarsv. Þessu er ég hlyntur og legg til að við gerum svo. Hvar og hvenær er svo annað mál. látið í ykkur heyra um stað & stund svo áframhaldandi boltaspark geti átt sér stað. Sjálfur er ég góður á föstd. kl 17-18.
Á meðfylgjandi mynd er ég að kenna ungum syni að drekka bjór þar sem bjórdælur eru á ölum borðum.
ono grande servesa porfavor
kv frá Le´Albir Benedorm spáni

Thursday, May 8, 2008

Allt að gerast,

Til að byrja með vil ég þakka nefndinni fyrir vel unnin störf varðandi uppskeruhátíð og hvetja alla til að borga sem fyrst. En þá að máli málanna. Næsta föstudag kemur týndi sonurinn Björn Óli í bæinn og að því tilefni hefur verið ákveðið að bjóða til knattspyrnu veislu á sparkvellinum hjá Þinghólsskóla. Þér er að sjálfsögðu boðið en gott væri að þú myndir staðfesta komu þína í skilaboðakerfið hér fyrir neðan. Nú þegar hafa Kjartan, Björn Óli og Toggi staðfest komu sína.

Wednesday, May 7, 2008

Dagskrá uppskeruhátíðar þann 11.maí.

















Dagskrá 11.maí :

17:55 : Mæting á Karlagötuna.

18:00 : Fordrykkur í boði stjórnar.

18:45 : Haldið niður á Austur Indíafélagið í kvöldverð.

19:00 : Hátíðarkvöldverður á Austur Indíafélaginu.

Matseðill:

Nawabi Murgh Tikka:
Kjúklingalundir maríneraðar með Engiferi, hvítlauk, chilli, cashew hnetum og kjúklingabaunum
Kashmiri Gosht
Lambafillet marinerað með kryddum, þurrkuðum ávöxtum og mildu chilli.

Meðlæti:
Aloo Jeera
Raitha
Basmati hrísgrjón
Naan brauð

Drykkir :
Bjór og gos


21:30: Uppskera vetrarins kynnt á Karlagötu, veitt verða viðurkenningarskjöl og verðlaun
fyrir frammistöðu og einstaka atvik sem átt hafa sér stað í vetur.

22:00: Skemmtiatriði í boði stjórnar.

22:30 : Formlegri dagskrá lýkur – Fisherman skotkeppnin hefst. Veðmál tekin til greina.