Wednesday, January 23, 2008

BMX bolti

Góð mæting var í síðasta föstudagsbolta og vonandi verður það sama upp á teningnum næstkomandi föstudag. Ákveðið hefur verið að næsti föstudagsbolti verði með BMX þema, þarna gefst því príðis gott tækifæri fyrir meðlimi UA-fc að sýna hæfni sína í ekki eingöngu í knattspyrnu heldur einnig á sviði tísku og lífstíls. Allir góðir menn eru því hvattir til að mæta og endilega staðfestið komu ykkar hér í komment kerfið.

8 Comments:

At January 23, 2008 at 6:10 AM , Blogger Pétur said...

Pétur mætir í þema dagsins sem þó var búið að bæta eitthvað við, mér sá engar mótbárur við að þemanu: BMX/Björn Borg/handbolti 80-89.

 
At January 24, 2008 at 1:27 AM , Blogger Hermann H. Hermannsson said...

Maður verður að grafa djúpt fyrir þennann. Finna múnderinguna þegar maður var gryfju leikmaður fyrir Ella.

 
At January 24, 2008 at 1:36 AM , Blogger Stjáni said...

Ég mæti, en djöfull á ég eftir að vera asnalegur í þessu þema þó að ég hafi stungið upp á því.

sé fyrir mér að Örlygur og Pétur verði flottastir í tauinu, en ég og Ragngar asnalegastir!

 
At January 24, 2008 at 1:41 AM , Blogger Andri said...

Sælir félagar, ég er að fara vestur á Tálknafjörð að blóta Þorrann og kem því ekki í boltann.

 
At January 24, 2008 at 8:32 AM , Blogger Auðunn said...

Ég mun alltaf mæta !!!!! Þarf ekki að MELDA mig fyrir hvert skipti . :. . . ALLTAF . . . .

 
At January 24, 2008 at 8:34 AM , Blogger Auðunn said...

Hehe ef einhver á auka ennisband sem hann vill fórna þá endilega að mæta með það og lána mér . . . .

 
At January 24, 2008 at 11:37 PM , Blogger Örlygur Axelsson said...

Það gæti orðið erfitt að standa undir þemanu. Svo virðist sem öll ennisbönd séu horfin. Grunar að Siggi hafi stolið þeim nóttina sem hann braut ólympíugítarinn minn frá Moskvu með hausnum á sér.

Ég á samt 15 tóbaksklúta (rauða) ef einhverjum vantar.

Hermann, var ekki Eyjólfur Einars að þjálfa árið sem þú sogaðist í gryfjuna í Gróttu húsinu? Trúi ekki að Elli hefði misst tökin með þessum hætti.

 
At January 25, 2008 at 2:44 AM , Blogger Pétur said...

Jú, það var Eyjólfur Einars, ég braut tönn á þessari sömu túrneringu og Hermann át Framarana.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home